Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa raflínur víða gefið sig vegna óveðursins hér norðan- og austanlands. Staurar hafa brotnað eins og tannstönglar. En það eru ekki bara rafmagnsstaurar sem hafa gefið sig heldur gaf flaggstöng stéttarfélaganna sig fyrir helgina en hún stendur við höfuðstöðvar stéttarfélaganna á Húsavík. Það verður því bið á því að hægt verði að flagga við aðalstöðvar stéttarfélaganna á Húsavík.