Stéttarfélögin voru með opið hús um síðustu helgi, það er laugardaginn 15. desember. Fjölmargir lögðu leið sína í kaffið. Boðið var upp á tertur með kaffinu og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Húsavíkur. Yfir 150 manns mættu í þessa árlegu gleði sem tókst í alla staði mjög vel. Stéttarfélögin þakka gestum og tónlistarmönnum fyrir komuna og skemmtunina. Sjá myndir sem teknar voru í jólakaffi stéttarfélaganna.