Samningaviðræður Framsýnar og Flugfélagsins Ernis sem fram fóru á föstudaginn voru vinsamlegar og fullur vilji er til þess meðal aðila að semja áfram um sérkjör á flugmiðum fyrir félagsmenn Framsýnar og þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna. Viðræðum verður fram haldið í vikunni eftir að Framsýn hefur yfirfarið tilboð Ernis. Þess má geta að Framsýn er stærsti viðskiptavinur flugfélagsins á Íslandi er viðkemur samningum stéttarfélaga við flugfélagið en stéttarfélögin í þingeyjarsýslum hafa verið að selja um 5000 flugmiða á ári til félagsmanna.