Velferðarsjóður Þingeyinga gegnir mikilvægu hlutverki í Þingeyjarsýslum. Það er að styrkja þá sem eiga fjárhagslega erfitt í hinu daglega lífi. Sjóðurinn hefur undarnfarið biðlað til samfélagsins eftir framlögum þar sem þörfin er mikill ekki síst núna þegar jólahátíðin nálgast. Að sjálfsögðu brást Framsýn við erindinu og lagði sjóðnum til kr. 100.000,-. Skorað er á aðra þá sem koma því við að styrkja sjóðinn að gera slíkt hið sama og Framsýn. Stöndum með þeim sem minna mega sín og leggjum mikilvægu verkefni lið. Reiknisnúmer: 1110-05-402610 og kt 600410-0670