Starfsmaður stéttarfélaganna átti leið um hafnarsvæðið í dag og hitti þar á Jónas Hreiðar Einarsson, starfsmann Norðurþings sem var þar að líta eftir framkvæmdum við nýja slökkvistöð. Að sögn Jónasar er um mánuður eftir af þessum framkvæmdum en þá mun loks ljúka langri bið eftir úrbótum á aðstöðu slökkviliðs Norðurþings.