Við sögðum nýlega frá því að skógarþröstur hefði búið sér til hreiður í fundarsal stéttarfélaganna, frá þeim tíma hafa fundarhöld nánast legið niðri á vegum stéttarfélaganna til að gefa þrestinum frið til að koma ungum á legg. Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun af 5 fallegum ungum sem njóta þess að þroskast í skjóli stéttarfélaganna, það er í hlýjunni.