Ánægja meðal starfsmanna með sérkjarasamning PCC og stéttarfélaganna

Ef marka má kynningarfundi sem stéttarfélögin Þingiðn og Framsýn hafa staðið fyrir með starfsmönnum PCC BakkiSilicon hf. og atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn sem lauk kl. 16:00 í dag er mikil ánægja með samninginn. Alls höfðu 103 starfsmenn atkvæðisrétt. Rúmlega 32% greiddu atkvæði um samninginn, þar af samþykktu 94% starfsmanna samninginn meðan 6% sögðu nei við samningnum. Sérkjarasamningurinn skoðast því samþykktur og tekur gildi frá og með 1. apríl sl. Ástæða er til að þakka trúnaðarmönnum starfsmanna og forsvarsmönnum PCC fyrir samstarfið en fullur vilji er meðal samstarfsaðila að innleiða ýmsar breytingar á samningstímanum starfsmönnum og fyrirtækinu til hagsbóta.

Hermann Aðalsteinsson er einn af trúnaðarmönnum starfsmanna PCC á Bakka. Hann hefur staðið sig vel líkt og aðrir trúnaðarmenn starfsmanna á Bakka.

 

Deila á