Í lok mánaðarins standa Landssamtök lífeyrissjóða fyrir góðvina- og afmælisfagnaði í tilefni af 50 ára afmæli lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði. Í kjölfar viðburðarins í Hörpu í Reykjavík er boðað til sambærilegs viðburðar í Hofi á Akureyri 30. maí kl. 15. Stiklað verður á stóru – á léttu nótunum – um fortíð og framtíð lífeyrissjóðanna. Allir velkomnir.