Stjórn Framsýnar skorar á félagsmenn sem starfa eftir almenna kjarasamningnum að greiða atkvæði um kjarasamninginn. Hægt verður að kjósa til kl. 16:00 þann 23. apríl 2019. Atkvæðagreiðslan er rafræn og hægt er að kjósa á heimasíðu Framsýnar. Einnig er hægt að kjósa með gamla laginu á skrifstofunni. Skoðanir félagsmanna á samningnum skipta mjög miklu máli. Koma svo!