Gagnlegar upplýsingar vegna yfirstandandi atkvæðagreiðslu um kjarasamningana

Hér koma hagnýtar upplýsingar um kjarasamningana og fundi sem eru framundan:

Ágæti félagsmaður,

Framsýn hefur gengið frá nýjum kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningarnir voru undirritaðir 3. apríl 2019.

Kjarasamningarnir eru:

  • Kjarasamningur Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsfólk á almenna vinnumarkaðinum.
  • Kjarasamningur Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu.
  • Kjarasamningur LÍV/Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins vegna verslunar- og skrifstofufólks.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning verslunar- og skrifstofufólks fer fram 11.- 15. apríl. Atkvæða-greiðslan er rafræn og fer fram á www.landssamband.is. Þá verður einnig hægt að kjósa á heimasíðu Framsýnar, www.framsyn.is. Nota skal rafræn skilríki eða íslykil við kosninguna.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga Framsýnar vegna félagsmanna á almenna vinnumarkaðinum og við ferðaþjónustu fer fram frá kl. 13:00 þann 12. apríl til kl. 16:00 þann 23. apríl. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og hægt verður að kjósa með því að fara inn á heimasíðu Framsýnar, www.framsyn.is. Nota skal rafræn skilríki eða íslykil við kosninguna.

Kjarasamningarnir fela í sér nýja nálgun til bættra lífskjara. Áhersla á kjarabætur til þeirra sem hafa lægstu launin er rauði þráðurinn í samningnum en um það er almenn sátt í samfélaginu. Samið var um krónutöluhækkanir eins og lagt var upp með í upphafi samningaviðræðna en auk þess eru launahækkanir að hluta tengdar þróun hagvaxtar og er gert ráð  fyrir árlegri endurskoðun taxtalauna í ljósi launaþróunar á almennum vinnumarkaði. Eitt meginmarkmið samningsins er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Gildistími kjarasamninganna er frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Með því að fara inn á heimasíðu Framsýnar, www.framsyn.is er hægt að fræðast betur um innihald kjarasamninganna.

Á næstu dögum munu félagsmenn fá nánari upplýsingar í pósti um atkvæðagreiðsluna um kjarasamninganna sem verður rafræn eins og fram hefur komið.

Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn sem vinna eftir ofangreindum kjarasamningum og greiddu félagsgjald til félagsins í janúar/febrúar 2019.

Endilega hafið samband við skrifstofu Framsýnar sé eitthvað óljóst varðandi innihald eða afgreiðslu samningsins.

Ákvörðunin er ykkar, félagsmanna. Ég hvet alla til að kynna sér samninginn, nýta atkvæðisrétt sinn og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Hvert atkvæði skiptir máli!

Húsavík 9. apríl 2019

Fh. Framsýnar stéttarfélags

Aðalsteinn Árni Baldursson

The new collective agreement 2019: An introduction

Framsýn labour union invites foreign Framsýn members to a introduction meeting about the new collective agreement between Framsýn and SA Confederation of Icelandic Enterprise, signed on 3rd of April 2019. The introduction will take place in Framsýn conference room, Garðarsbraut 26 Húsavík, on Monday 15th April at 17:00. Afterwards it will be possible to vote on the contract with an electronic election. Further information can be found on Framsýn website, www.framsyn.is. It is important that members attend the introduction, familiarize themselves with the new agreement and vote. It is right to point out that the main points of the contract will be delivered to members through mail.

The elecronic election will start at 13:00 on the 12th of April and will be finished on the 23rd of April at 16:00. On framsyn.is is going to be a link members can click on to go to the voting site.

Further information will be available on Framsýn office.

Framsýn labour union

Fundarboð
Verslunar- og skrifstofufólk

Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar boðar til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar sem undirritaður var 3. apríl. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna föstudaginn 12. apríl kl. 20:00. Félagar fjölmennið.

Þá er rétt að geta þess að atkvæðagreiðslan um samninginn verður rafræn og munu félagsmenn fá frekari upplýsingar í netpósti.

Framsýn stéttarfélag

 

Félagsfundur
Um kjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins

Framsýn stendur fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar sem undirritaður var 3. apríl. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna mánudaginn 15. apríl kl. 20:00. Samningurinn nær ekki til félagsmanna Framsýnar sem starfa hjá ríkinu eða sveitarfélögum. Félagar fjölmennið.

Þá er rétt að geta þess að atkvæðagreiðslan um samninginn verður rafræn og munu félagsmenn fá frekari upplýsingar um samninginn til sín í pósti.

Framsýn stéttarfélag

 

Viltu fá vinnustaða heimsókn?

Fulltrúar frá Framsýn eru tilbúnir að koma í vinnustaða heimsóknir til að kynna kjarasamninganna. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins sé vilji til þess að fá frekari kynningu á samningunum.

Framsýn stéttarfélag

 

Ekki sameiginlegar kosningar

Rétt er að geta þess að ekki verður talið sameiginlega meðal þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir 3. apríl. Verði samningarnir samþykktir meðal félagsmanna Framsýnar skoðast hann samþykktur og tekur þegar gildi. Verði hann felldur gildir hann ekki fyrir félagsmenn Framsýnar og þarf þá að hefja samningaviðræður upp á nýtt við Samtök atvinnulífsins vegna félagsmanna Framsýnar meðan hann tekur gildi hjá öðrum stéttarfélögum sem samþykkja samninginn.

=====================================================

Helstu atriði nýs kjarasamnings

  • Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022
  • Krónutöluhækkanir – 17 þúsund kr. hækkun á öll mánaðarlaun 1. apríl 2019
  • Lægstu laun hækka mest – 30% hækkun á lægstu taxta
  • Aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á styttingu vinnutímans
  • Eingreiðsla upp á 26 þúsund kr. sem kemur til útborgunar í byrjun maí 2019
  • Skilyrði sköpuð fyrir verulegri vaxtalækkun á samningstímanum
  • Skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði á samningstímanum

 

Almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf (gildir fyrir þá sem ekki eru á kauptöxtum)

  1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
  2. apríl 2020 18.000 kr.
  3. janúar 2021 15.750 kr.
  4. janúar 2022 17.250 kr.

Kauptaxtar hækka sérstaklega hjá þeim sem taka laun eftir kauptöxtum

  1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
  2. apríl 2020 24.000 kr.
  3. janúar 2021 24.000 kr.
  4. janúar 2022 25.000 kr.

Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa.

Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu.

2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

  1. apríl 2019 kr. 317.000 á mánuði
  2. apríl 2020 kr. 335.000 á mánuði
  3. janúar 2021 kr. 351.000 á mánuði
  4. janúar 2022 kr. 368.000 á mánuði

 Desemberuppbót (var 89.000 kr. 2018)

2019 kr. 92.000

2020 kr. 94.000

2021 kr. 96.000

2022 kr. 98.000

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018)

Maí 2019 kr. 50.000

Maí 2020 kr. 51.000

Maí 2021 kr. 52.000

Maí 2022 kr. 53.000

Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá kr. 26.000 sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.

Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi:

Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands.

Vaxtir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann.

Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna.

Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.

========================================================

 

Deila á