Starfsmenn Framsýnar eru tilbúnir að koma í vinnustaðaheimsóknir og kynna nýgerða kjarasamninga. Starfsmennirnir verða á Kópaskeri og Raufarhöfn á fimmtudaginn. Kynningar verða fyrir starfsmenn Fjallalambs og GPG-Fiskverkun. Forsvarsmenn og starfsmenn fyrirtækja eru beðnir um að setja sig í samband við skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík vilji þeir fá sérstaka kynningu á samningnum.