Færst hefur í vöxt að fólk afþakki að fá fjölpóst hjá Íslandspósti og öðrum dreifingaraðilum. Í því sambandi er rétt að geta þess að Fréttabréf stéttarfélaganna er skráð sem fjölpóstur og því fá menn ekki blaðið til sín. Töluvert er um að fólk komi við á skrifstofu stéttarfélaganna þar sem það hafi ekki fengið Fréttabréfið til sín í pósti. Því er rétt að endurtaka að Fréttabréfið telst fjölpóstur og berst því ekki til viðkomandi aðila sem hafa hafnað því að fá fjölpóst heim til sín. Í þeim tilfellum er öllum velkomið að koma við á skrifstofu stéttarfélaganna og taka sér Fréttabréf heim til lestrar. Reyndar er rétt að geta þess að menn geta líka lesið það inn á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is. Til viðbótar geta menn fengið það í pósti ef þeir vilja.