Það hefur viðrað vel til útivistar norðanlands undanfarna daga. Þótt kuldaboli hafið bitið í kinn hefur sólin bætt það upp með sínu blíðasta brosi og baðað fannhvítt landið geislum sínum. Fegurðin í Ljósavatnsskarðinu svíkur heldur engan og það voru kuldalegir, en glaðbeittir ferðamenn sem nutu náttúrufegurðarinnar á ýmsan máta á slóðum Þorgeirs Ljósvetningagoða í blíðviðrinu um helgina. (Myndir. Ósk Helgadóttir)