Framsýn boðar til félagsfundar um stöðuna í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinsambands Íslands og Landssambands íslenskra verslunarmanna fimmtudaginn 21. febrúar. Þá verður einnig gert grein fyrir viðræðum stéttarfélaganna við Samtök atvinnulífsins vegna PCC á Bakka.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 og hefst kl. 17:00.
Full ástæða er til að hvetja félagsmenn til að mæta á fundinn en fyrir fundinum liggur tillaga um að draga samningsumboð félagsins til baka frá SGS og LÍV vísi samböndin ekki deilunni fyrir þann tíma til ríkissáttasemjara.
Framsýn stéttarfélag