Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er sjálfkjörinn til áframhaldandi formennsku félagsins til næstu tveggja ára. Kjörstjórn fundaði síðdegis og úrskurðaði að hans framboð væri það eina sem væri löglega fram borið. Önnur framboð bárust ekki, segir í tilkynningu.
Framboðsfrestur rann út klukkan tólf á hádegi í dag. Kjörstjórn VR bárust 16 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 og vinnur í að kanna lögmæti þeirra.
Fundur með frambjóðendum verður í hádeginu á miðvikudag og verða nöfn frambjóðenda birt á vef VR að honum loknum. Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja manna í varastjórn. (ruv.is)
Framsýn óskar Ragnari Þór til hamingju en Framsýn stéttarfélag og VR hafa átt mjög gott samstarf um verkalýðsmál eftir að Ragnar Þór tók við félaginu.