Það gerist margt skemmtilegt í aðdraganda jóla hér á Skrifstofu stéttarfélaganna. Hér má sjá mynd af því þegar Kristinn Lárusson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir frá Brúarási komu færandi hendi með jólasíld sem verkuð var hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn í desember síðastliðnum. Þetta framtak þeirra féll í góðan jarðveg og síldin skubbaðist upp á mettíma. Við þökkum fyrir okkur!