Það er alltaf líf á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Til fróðleiks má geta þess að yfir þúsund erindi berast til skrifstofunnar í hverjum mánuði sem kalla á frekari úrvinnslu. Þessir höfðingar áttu t.d. erindi á skrifstofuna í dag. Við það tækifæri komu þeir við hjá formanni Framsýnar til að leggja honum lífsreglurnar, það er Jónas Kristjánsson, Þorgrímur Sigurjónsson og Þórarinn Illugason. Að sjálfsögðu fengu menn sér í nefið.