Samningaviðræður milli stéttarfélaganna, Framsýnar og Þingiðnar annars vegar og PCC BakkiSilicon hins vegar hófust síðasta fimmtudag. Á fundinum, sem fram fór í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík, lögðu félögin fram kröfugerð fh. starfsmanna fyrirtækisins sem falla undir gildissvið stéttarfélaganna. Viðræðurnar fóru vel fram og verður þeim fram haldið á næstu dögum.
Fulltrúar PCC fara yfir málin í fundarhléi. Steinþór Þórðarson og Björg Björnsdóttir frá PCC og Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins.