Eitthvað hefur borið á því að fyrirtæki beri fyrir sig nýja persónuverndarlöggjöf og vilji ekki láta af hendi upplýsingar um launakjör og réttindi starfsmanna þegar eftirlitsaðilar á vegum Alþýðusambands Íslands. Dæmi eru um að séttarfélög hafi staðið í stappi við fyrirtæki vikum og jafnvel mánuðum saman vegna þessa.
Nú hefur Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, skorið úr um það að nýju persónuverndarlögin eigi ekki að koma í veg fyrir fyrir að eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna geti aflað þeirra upplýsinga sem þeir þurfa að fá til þess að sannreyna að starfsfólk séu á launakjörum samkvæmt kjarasamningum.
Nánar má lesa um málið í frétt Morgunblaðsins sem lesa má hér.
Mynd tekin af visir.is