Kon­ur hvatt­ar til að ganga út 24. októ­ber – opið hús í fundarsal stéttarfélaganna

„Breyt­um ekki kon­um, breyt­um sam­fé­lag­inu!“ verður yf­ir­skrift kvenna­frí­dags­ins 24. október næst­kom­andi. Heild­ar­sam­tök stétt­ar­fé­laga, hvetja kon­ur til að leggja niður vinnu klukk­an 14:55 miðviku­dag­inn 24. októ­ber og fylkja liði á samkomur/sam­stöðufundi víða um land.

„Síðastliðið ár hafa frá­sagn­ir kvenna af áreitni, of­beldi og mis­rétti á vinnu­stöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja ör­yggi kvenna og jaðar­settra hópa á vinnu­markaði. Nú er nóg komið, kon­ur eiga að vera óhult­ar heima og óhult­ar í vinnu!“ seg­ir í frétt á vef BSRB.

Sjötta skiptið sem kon­ur ganga út

Kvenna­frí­dag­ur­inn var fyrst hald­inn 24. októ­ber árið 1975 á kvenna­ári Sam­einuðu þjóðanna. Þann dag lögðu kon­ur um land allt niður vinnu til að sýna fram á mik­il­vægi vinnu­fram­lags kvenna fyr­ir þjóðfé­lagið. Síðan hafa kon­ur komið sam­an og kraf­ist kjara­jafn­rétt­is og samfélags án of­beld­is fjór­um sinn­um, 1985, 2005, 2010 og 2016.

Kon­ur eru því hvatt­ar til að sam­ein­ast á kvenna­frí­deg­in­um og krefjast breyt­inga. „Hætt­um að breyta kon­um – breyt­um sam­fé­lag­inu – til hins betra!“

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum og samstarfsaðilar verða með opið hús í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 Húsavík, miðvikudaginn 24. október frá kl. 14:55. Boðið verður upp á kaffi, meðlæti og jafnvel skemmtiatriði.

 

Deila á