Lög númer 42/2010 um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum hafa verið uppfærð. Helstu tíðindi eftir breytingu að nú er hægt að beita atvinnurekanda hærri dagsektum en áður. Áður var heimildin allt að 100.000 krónur en hefur nú hækkað í 1.000.000 krónur. Til þessa sektar getur komið til dæmis ef eftirlitsfulltrúa er neitað um aðgengi að vinnustöðum. Einnig er hægt að beita sektum til dæmis ef starfsmenn eru ekki með vinnustaðaskírteini.
Þessar heimildir sýna ágætlega alvarleika málsins og því mikilvægt að atvinnurekendur séu vel með á nótunum um innihald laganna og jafnframt taki á móti eftirlitsaðilum þegar þeir eru á ferðinni.
Hér má nálgast lögin.