Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá embætti Ríkissáttasemjara heilsaði upp á formann Framsýnar á Mærudögum. Þau þekkjast vel enda Aðalsteinn nokkuð tíður gestur í Karphúsinu við samningagerð. Elísabet ber ábyrgð á rekstri og fjármálum embættisins, annast áætlanagerð, eignaskráningu og frágang reikninga til greiðslu, auk annarra tilfallandi verkefna. Elísabet er í sumarfríi og átti leið um Húsavík á dögunum.