Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa verið að laga vegi í nágrenni Húsavíkur og reyndar lengra til í héraðinu. Kristján Önundarson var á ferðinni ásamt öðrum vegagerðarmönnum frá Húsavík í Kelduhverfi á dögunum þegar formaður Framsýnar áttu þar leið um. Mikilvægt er að brýna fyrir vegfarendum að aka gætilega um vegina, ekki síst þar sem þeir sjá starfsmenn Vegagerðarinnar við störf. Þeir starfa við hættulegar aðstæður, ekki síst þegar umferðarhraðinn er mikill. Þess vegna ekki síst er mikilvægt að sýna mikla tillitssemi.