Allir sem eiga leið um Kelduhverfi eiga að gefa sér tíma til að koma við í versluninni í Ásbyrgi hjá Ísak, eiginkonu og hans ágæta starfsfólki. Ísak hefur mjög góða yfirsýn yfir stöðuna, mannlífið og framvindu mála í ferðaþjónustunni á austursvæðinu. Fulltrúar Framsýnar komu við í versluninni þegar þeir voru á ferðinni um helgina og tóku stöðuna með starfsfólkinu.
Það er ekki annað hægt að en að fá sér kaffi og kleinu þegar stoppað er í Ásbyrgi.
Starfsmenn voru ánægðir með lífið og tilveruna í versluninni í Ásbyrgi.