Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, verður á ferðinni á morgun, fimmtudag, í Kelduhverfi, Öxarfirði og Raufarhöfn. Hann mun fara í vinnustaðaheimsóknir auk þess að ræða við þá einstaklinga á svæðinu sem hafa óskað formlega eftir samræðum við hann. Þeir aðrir sem vilja ná tali af honum á svæðinu er velkomið að setja sig í samband við Aðalstein á morgun í síma 8646604.