Bæjarbúar og gestir tóku vel í heimboð frístundabænda á Húsavík sem buðu gestum og gangandi í heimsókn í fjárhúsin. Um hundrað manns nýtu sér tækifærið, þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður, og skoðuðu frístundabændur og búfjárhald þeirra. Greinilegt var að fólk kunni vel að meta framtakið, ekki síst fólk sem nýlega hefur flutt til Húsavíkur. Við látum myndirnar tala sínu máli: