Funduðu með forsætisráðherra

Formenn  Framsýnar, Verkalýðsfélags Akraness og VR ásamt verðandi formanni Eflingar funduðu með forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur í Stjórnarráðinu fyrir helgina, það er eftir fund þessara aðila og fram kom í frétt á heimasíðu stéttarfélaganna á föstudagin. Á fundinum gafst fulltrúunum tækifæri á að skiptast á skoðunum við ráðherra varðandi helstu áherslur þessara aðila í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur og aðkomu stjórnvalda að ýmsum málum sem liðkað gætu fyrir lausn mála.

Ragnar Þór, Aðalsteinn Árni, Sólveig Anna, Vilhjálmur og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áttu ánægjulega stund saman í Stjórnarráðinu fyrir helgina.

 

 

 

Deila á