Á þessari mynd eru heiðurshjónin Unnur Kjartansdóttir og Torfi Aðalsteinsson ásamt dóttur þeirra sem ber nafnið Sunna Torfadóttir. Þau tóku öll þátt í trúnaðarmannanámskeiði stéttarfélaganna sem haldið var í síðustu viku sem væntanlega er einsdæmi. Það er að þrír úr sömu fjölskyldu séu trúnaðarmenn á sínum vinnustöðum, Torfi hjá Jarðborunum, Unnur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Sunna hjá N1 á Húsavík.