Þrátt fyrir að atvinnuástand hafi verið einkar gott að undanförnu í sögulegu samhengi þá er það yfirleitt ekki svo að ekki séu til skráningar á atvinnuleysisskrá.
Hér á starfssvæði Framsýnar, Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur auk Verkalýðsfélags Þórshafnar voru 88 skráðir atvinnulausir í lok árs 2017. Þar af voru 34 í Langanesbyggð, 35 í Norðurþingi og tíu í Skútustaðahreppi. Þá hafði fjögað um 20 manns á skránni síðan í nóvember þegar 68 voru skráðir á þessu sama svæði.
Að meðaltali voru 63 einstaklingar á skrá á þessu svæði árið 2017. Það voru því greinilega fleiri á skrá um áramót en til gengur og gerist yfir árið. Til dæmis voru 41 á atvinnuleysisskrá í ágúst.