Samiðn skorar á Alþingi að lögbinda ákvæði um keðjuábyrgð og kennitöluflakk

Á fundi sambandsstjórnar Samiðnar föstudaginn 12. janúar afhenti Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Ásmundi Einari Daðasyni ráðherra jafnréttis- og velferðarmála, áskorun fyrir hönd sambandsstjórnar þar sem Alþingi er hvatt til að lögbinda nú á vorþingi ákvæði um keðjuábyrgð og varnir gegn kennitöluflakki.

Jafnframt samþykkti sambandsstjórnin ályktanir um #MeToo og stöðu kjarasamninganna. Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum á aðild að Samiðn. Formðuar félagsins, Jónas Kristjánsson, tók þátt í fundinum fyrir hönd félagsins.

 

Deila á