35. þing Alþýðusambandsins verður haldið að Illugastöðum í Fnjóskadal 29.-30. sept. næstkomandi en þing sambandsins eru haldin annað hvert ár.
Í ár eru liðin 70 ár síðan Alþýðusamband Norðurlands var stofnað í Verkalýðshúsinu á Akureyri. Þá sameinaðist norðlenskst alþýðufólk í kröfum sínum fyrir bættum kjörum, en það voru 18 verkalýðsfélög með samtals 4000 meðlimum, á svæðinu frá Langanesi að Ströndum sem voru stofnendur sambandsins.
Í dag eru 11 félög innan vébanda Alþýðusambands Norðurlands og greiðandi félagar þeirra telja tæplega 14. 000 manns.
Árið 1947 kröfðust verkamenn viðunandi lífskjara og 70 árum síðar er það enn stærsta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Þing Alþýðusambands Norðurlands í ár verður að mestu helgað þessum tímamótum. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum, saga sambandsins rifjuð upp, staðan tekin í nútíðinni og reynt að skyggnast til framtíðar.
Án efa fróðlegt og skemmtilegt þing framundan hjá norðlenskum stéttarfélögunum.