Aðalfundur Framsýnar var haldinn í gær. Fundurinn fór mjög vel fram og voru fundarmenn ánægðir með starfsemi félagsins og rekstur sem skilar félagsmönnum góðri þjónustu og almennt hærri styrkjum úr sjúkrasjóði og starfsmenntasjóðum en almennt gerist meðal sambærilegra stéttarfélaga. Þá eru margir góðir orlofskostir í boði sem og flug milli Húsavíkur og Reykjavíkur á mjög góum kjörum. Á næstu dögum munum birtast fréttir af fundinum sem margar hverjar eru áhugaverðar.
Nokkrar tillögur voru teknar fyrir á fundinum og samþykktar samhljóða.