Athygli er vakin á því að sumartímabil Fosshótel hefur verið breytt. Nú hefst það 1. maí og líkur 30. september. Áður var það mánuði styttra í hvorn enda. Þetta þýðir að þeir sem nýta sér gistimiða keypta á Skrifstofu stéttarfélaganna þurfa að greiða með tveimur miðum í maí og september sem er breyting frá því sem var þegar þurfti einn miða á þessum tíma.