Mikil þátttaka í hátíðarhöldunum á Húsavík

Mjög góð þátttaka var í hátíðarhöldunum sem Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur stóðu fyrir í Íþróttahöllinni á Húsavík í gær á 1. maí en um 600 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum. Aðalsteinn Árni Baldursson flutti ávarp dagsins og Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti kröftuga hátíðarræðu. Boðið var upp á einstaklega áhugaverð skemmtiatriði. Ari Eldjárn skemmtikraftur fór á kostum og þá voru söngatriði sem Söngfélagið Sálubót, Hjalta Jóns, Lára Sóley, Guðrún Gunnars og Sigga Beinteins sáu um. Steini Hall spilaði alþjóðasöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar. Miðað við viðbrögð fundarmanna þá er gríðarlega mikil ánægja með hátíðina og fyrir það ber að þakka. Hér má sjá myndir frá samkomunni.

hatid0517 087hatid0517 113hatid0517 152hatid0517 172hatid0517 160hatid0517 168hatid0517 178hatid0517 176hatid0517 196hatid0517 201hatid0517 241hatid0517 304hatid0517 252hatid0517 328hatid0517 323hatid0517 427hatid0517 453hatid0517 502hatid0517 510hatid0517 512hatid0517 514hatid0517 519hatid0517 522hatid0517 525hatid0517 526hatid0517 541hatid0517 546hatid0517 556hatid0517 564hatid0517 590hatid0517 606hatid0517 609hatid0517 614hatid0517 671hatid0517 717hatid0517 719hatid0517 648

Deila á