Aðalfundur Húsfélags Þorrasala 1-3 í Kópavogi fór fram í gær. Fundurinn var haldinn í fjölbýlishúsinu, íbúð 201 sem er í eigu Framsýnar. Rekstur félagsins hefur gengið vel og var samþykkt að ráðast í smá framkvæmdir við stigahús, það er að mála stigahúsið að innanverðu á þessu ári enda fáist iðnaðarmenn í verkið. Samþykkt var að hækka húsgjöld um 2% milli ára á íbúð. Þá var gengið frá kjöri á nýrri stjórn. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, sem setið hefur í stjórn og varastjórn Húsfélagsins frá upphafi, það er frá árinu 2012 var kjörinn formaður Húsfélagsins til eins árs. Góður andi var á fundinum og eru íbúðareigendur almennt ánægðir með starfsemi Húsfélagsins.