Eins og kunnugt er hefur Framsýn og Þingiðn krafist þess að gerður verði kjarasamningur um störf félagsmanna sem koma til með að starfa í verksmiðju PCC á Bakka. Forsvarsmenn PCC hafa ekki verið sammála því að gera samning og kom ágreiningurinn upp á fjölmennum íbúafundi á Húsavík í vikunni sem haldinn var til að fara yfir stöðu framkvæmda við Húsavíkurhöfn, Bakka, á Þeistareykjum og varðandi línulögnina frá Kröflu að verksmiðju PCC á Bakka.
Fulltrúar stéttarfélaganna og PCC hittust daginn eftir og fóru yfir ágreining aðila. Niðurstaðan var að aðilar ætla að vinna áfram í málinu með það að markmiði að báðir aðilar geti vonandi sæst á niðurstöðuna.