Orlofsnefnd fundaði í hádeginu í dag. Farið var yfir kosti í orlofshúsum fyrir næsta sumar en eins og flestir vita hafa stéttarfélögin boðið upp á margvíslega kosti í þeim efnum. Að sjálfsögðu verður þar framhald á og lögðust þeir kostir sem reifaðir voru á fundinum ágætlega í fundarmenn.