Nýjir aðilar taka við hótelstjórn á Fosshótel Húsavík

Þann 1. febrúar næstkomandi verða hótelstjóraskipti hjá Fosshótel Húsavík. Jóna Árný Sigurðardóttir sem verið hefur hótelstjóri hefur ákveðið að fara í nám eftir farsæl störf fyrir hótelið. Í hennar stað hafa Einar Karl Guðmundsson verið ráðinn sem hótelstjóri og Brynja Jóhannesdóttir sem aðstoðarhótelstjóri en þau eru hjón. Einar Karl og Brynja hafa lengi starfað í ferðaþjónustu. Þau litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær til að kynna sig og fara yfir þau áform sem þau hafa varðandi eflingu á starfsemi hótelsins á svæðinu jafnframt því að óska eftir góðu samstarfi við Framsýn um málefni starfsmanna.

fosshotel0117 003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Karl og Brynja eru hér ásamt Jónu sem hættir sem hótelstjóri um næstu mánaðamót. Þau áttu góða samverustund með forsvarsmönnum Framsýnar, þeim Aðalsteini Árna og Huld Aðalbjarnar skrifstofu- og fjármálastjóra stéttarfélaganna.

Deila á