Kraftmikið starf hjá Framsýn-ung

Stjórn Framsýnar-ung kom saman til fundar á Fosshótel Húsavík í gær. Fjórir sitja í stjórn, það eru þau Aðalbjörn Jóhannsson úr Reykjahverfi, Eva Sól Pétursdóttir úr Reykjadal, Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir úr Fnjóskadal og Kristín Eva Benediktsdóttir úr Öxarfirði.

Miklar og góðar umræður urðu um málefni ungs fólks á vinnumarkaði og starf stjórnarinnar á árinu 2017. Þá var í lok fundar samþykkt að álykta um stöðu ungs fólks við fiskvinnslustörf í verkfalli sjómanna. Unnið er að frágangi hennar og verður hún væntanlega birt síðar í dag hér á heimasíðunni.

Til fróðleiks má geta þess að innan Framsýnar- stéttarfélags er starfandi öflugt ungliðaráð félagsins. Ungliðaráðið er skipað fjórum félagsmönnum á aldrinum 16-35 ára. Ungliðaráðið starfar á vettvangi Framsýnar undir heitinu Framsýn-ung. Ungliðaráðið starfar náið með stjórn og trúnaðarráði Framsýnar að þeim málefnum sem aðilar ákveða að vinna að hverju sinni með sérstaka áherslu á málefni ungs fólks. Það er að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun Framsýnar- stéttarfélags. Þá er ungliðaráðið tengiliður Framsýnar út á við er varðar fræðslu og málefni ungs fólks á vinnumarkaði.

20170104_165510

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þær voru á svæðinu;  Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir, Eva Sól Pétursdóttir og Kristín Eva Benediktsdóttir. Aðalbjörn var í símasambandi frá Reykjavík.

20170104_183933

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamla settið var á kantinum og skiptist á skoðunum við kraftmikla stjórn Framsýnar-ung. Hér má sjá formann og varaformann Framsýnar þau Aðalstein og Ósk.

 

Deila á