Stjórn Framsýnar kom saman síðasta þriðjudag og samþykkti m.a. að senda frá sér svohljóðandi álytkun um stöðu Dettifossvegar.
Ályktun um niðurskurð á fjárveitingum til Dettifossvegar
„Framsýn stéttarfélag mótmælir harðlega niðurskurði fjárveitinga til Dettifossvegar sem koma fram í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Vart þarf að tíunda mikilvægi þess að framkvæmdirnar verði kláraðar þar sem þær standa ferðaþjónustunni og byggð á svæðinu fyrir þrifum.
Ekki þarf að fjölyrða um að góðar samgöngur eru lykillinn að öflugu atvinnulífi og að byggð þróist með jákvæðum hætti í Þingeyjarsýslum.
Stjórnmálamenn hafa lofað uppbyggðum Dettifossvegi með bundnu slitlagi hvað eftir annað undanfarin kjörtímabil og svikið þau loforð jafn oft. Það er löngu tímabært að staðið verði við gefin loforð og nýr Dettifossvegur verði að veruleika.“