Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings 22. nóvember síðastliðinn var samþykkt að sveitarfélagið samþykkti keðjuábyrgð. Fer sveitarfélagið að dæmi annarra sveitarfélaga sem hafa gert slíkt hið sama að undanförnu.
Mikil ánægja er hjá stéttarfélögunum með þessa ákvörðun. Skorum við jafnframt á önnur sveitarfélög á starfssvæðinu að fara að dæmi Norðurþings í þessum efnum.
Fundargerðina má lesa með því að smella hér. Bókunin er mál númer 20 í fundargerðinni.