Úrslitatilraun verður gerð eftir hádegið í dag til að ná samningum á milli sjómanna og útvegsmanna. Ef ekki tekst að semja í dag kemur til boðaðs verkfalls sjómanna á fiskiskipaflotanum klukkan 23 í kvöld.
Samninganefndirnar hafa að undanförnu unnið að samkomulagi um fiskverðsákvarðanir. Í gær voru komnar upp hugmyndir sem ágætis samkomulag virðist vera um.
Í gær var hálfs annars klukkutíma fundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara. Honum lauk án niðurstöðu. Samninganefndirnar funduðu áfram, í hvor í sínu lagi, fram eftir kvöldi. Nýr fundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan 13.30 í dag.
Sjómenn innan Framsýnar fara í verkfall í kvöld takist ekki að semja í dag. Verkfallið hefst kl. 23:00. (Þorgeir Baldursson tók myndirnar sem eru meðfylgjandi þessari frétt)