Í gær áttu fulltrúar Framsýnar fund með fulltrúum Vinnumálastofnunar. Tilefni fundarins var að fara yfir stöðu mála er tengjast uppbyggingu orkufreks iðnaðar við Húsavík. Fjöldi undirverktaka kemur að verkefninu. Því miður hafa komið upp nokkur brot er tengjast fyrst og fremst launakjörum starfsmanna. Á fundinum í gær kom fram mikill vilji aðila til að vinna samana að þessum málum, það er að verktakar fari að lögum og virði kjarasamninga.
Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri og Vilmar Pétursson mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar funduðu með fulltrúum Framsýnar í gær þar sem málefni er tengjast uppbyggingunni á svæðinu voru til umræðu en nokkur kjarasamningsbrot hafa komið upp sem eru til skoðunar.