Veiði í Fnjóská fer vel af stað þetta sumarið. Áin var opnuð þann 14. júní og lofar byrjunin góðu, en það er Stangaveiðifélagið Flúðir sem hefur leigt ánna síðustu áratugi af Veiðifélagi Fnjóskár. Í Fnjóská veiðist lax, sjóbleikja og stöku urriði og er veiðin best í neðri hluta árinnar snemmsumars, en um og upp úr miðjum júlí er að jafnaði farið að veiðast á öllum svæðum. Þessa dagana er því aðeins veitt er með 2 stöngum á neðsta svæðinu, meðalþyngdin er mjög góð og stendur nú í 5,6 kg og stærsti laxinn sem komið hefur á land úr Fnjóská þetta árið er 9,6 kg hængur.
Veiðifélag Fnjóskár hefur undanfarna mánuði verið með í smíðum 5 ný veiðihús og verða þau tekin í notkun á næstunni. Húsin standa við Flúðasel sem er rétt sunnan við Böðvarsnes í Fnjóskadal. Aðstaða í nýju húsunum er hin besta, en svefpláss er fyrir fjóra í hverju húsi.
Það er gaman að veiða í Fnjóská segja veiðimenn, en áin ekki allra þar sem hún er oft straumhörð og vatnsmikil. Umhverfi árinnar er afskaplega fallegt og margbreytilegt, og umferð meðfram henni er lítil.
Mikið blíðskaparveður hefur verið í Fnjóskadalnum undanfarnar vikur. Tíðindamaður fréttasíðunnar rakst á ánægjulega veiðimenn í Dalsmynninu á dögunum. Létu þeir vel af sér og nutu góða veðursins og ekki spillti deginum að taka smá baráttu við þann stóra og hafa betur.