Ákveðið hefur verið að hækka endurgreiðslur til félagsmanna úr Fræðslusjóðnum Landsmennt frá 1. júlí 2016. Hámark endurgreiðslna til félagsmanna á ári hækkar úr kr. 70.000,- í kr. 75.000.-. Þeir félagsmenn sem nýtta sér ekki réttinn í þrjú ár eiga rétt á þreföldum styrk sem nemur allt að kr. 225.000.-. Breytingin gildir gagnvart námi/námskeiði sem hefst eftir 1.júlí 2016. Með þessari breytingu verður hámark einstaklingsstyrkja Landsmenntar eins og hjá Starfsafli, Sveitamennt, Ríkismennt, Flóamennt og fleiri sambærilegum sjóðum.