Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn 1. júní s.l. í fundarsal félagsins á Húsavík. Helstu verkefni fundarins voru að gera grein fyrir starfi félagsins s.l. ár, kynna og afgreiða ársreikning 2015, málefni orlofsíbúðar í Reykjavík og önnur hefðbundin aðalfundarstörf.
Nýja stjórn skipa Helga Þ. Árnadóttir formaður, Jóhanna Björnsdóttir ritari og Helga Eyrún Sveinsdóttir gjaldkeri. Varastjórn skipa Guðrún Brynjarsdóttir og Berglind Erlingsdóttir.
Skoðunarmenn reikninga eru Tryggvi Jóhannsson, Guðmundur Guðjónsson og Anna Ragnars til vara.
Orlofsnefnd félagsins skipa Karl Halldórsson, Sveinn Hreinsson og Anna María Þórðardóttir. Ferðanefnd skipa Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, Fanney Hreinsdóttir og Díana Jónsdóttir.
Fulltrúar félagsins í Stafsmenntunarsjóði eru Helga Þuríður Árnadóttir og Guðrún Guðbjartsdóttir.
Á fundinum var ákveðið að hafa þjónustustig í orlofsíbúð félagsins í Sólheimum í Reykjavík óbreytt. Ákveðið var að breyta framkvæmd útleigu á íbúðinni þannig að Skrifstofa stéttarfélaganna taki við henni.
Ásu Gísladóttur, Guðfinnu Baldvinsdóttur og samstarfsfólki á skrifstofu Norðurþings voru þökkuð góð störf við útleigu og umsjón íbúðarinnar s.l. ár.