Aðalfundur Fiskifélags Íslands fór fram síðasta föstudag í Reykjavík. Fiskifélagið er sameiginlegur samstarfsvettvangur samtaka í sjávarútvegi með það að markmiði að auka veg og virðingu íslensks sjávarútvegs, efla hag greinarinnar og stuðla að framförum í íslenskum sjávarútvegi. Höfuðstöðvar félagsins eru í Reykjavík. Alls eru níu fulltrúar í stjórn Fiskifélagsins frá samtökum sjómanna, landverkafólks og SFS, samstökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Auk þess er einn áheyrnarfulltrúi frá samtökum sjómanna.
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar var í stóru hlutverki á Fiskiþinginu, hann var fundarstjóri þingsins, hlaut kjör í stjórn sambandsins auk þess að flytja erindi um starfsmenntun í fiskvinnslu sem fékk mjög góð viðbrögð.