Fyrir skemmstu fóru fulltrúar frá Ríkisskattstjóra, Alþýðusambandi Íslands, Vinnueftirlitinu og Vinnumálastofnun í eftirlitsferðir á vinnustaði í byggingariðnaði á félagssvæði Framsýnar og Þingiðnar. Tilgangur heimsóknanna var að kanna hvort fyrirtækin væru með sín mál í lagi gagnvart skattinum og réttindum starfsmanna. Á næstu dögum verður unnið úr þeim gögnum sem söfnuðust í ferðinni. Aðilar munu halda þessum ferðum áfram í sumar. Hvað það varðar verður farið í reglulegar heimsóknir í ferðaþjónustufyrirtæki í byrjun sumars og áfram í sumar. Það á einnig við um aðrar atvinnugreinar. Eftirfarandi myndir voru teknar þegar samstarfsaðilar sem nefndir eru í þessari frétt fóru í vinnustaðaheimsóknir fyrir helgina.
Aðilar byrjuðu á fundi áður en haldið var í tveggja daga eftirlitsferðir um félagssvæðið.
Fulltrúar stéttarfélaganna og Vinnumálastofnunar skrá niður upplýsingar um starfsmenn í byggingariðnaði á svæðinu.
Starfsmenn RSK ræða við fulltrúa frá verktaka á svæðinu. Með þeim er túlkur frá stéttarfélögunum.