Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum félaganna og formanni Starfsmannafélags Húsavíkur hafa í dag unnið að undirbúningi vegna hátíðarhaldanna á morgun, 1. maí. Hátíðarhöldin verða haldinn í Íþróttahöllinni á Húsavík og hefst dagskráin kl. 14:00. Mikil samheldni er innan stéttarfélaganna sem lýsir sér ekki síst í því hversu margir eru viljugir að leggja hönd að verki til að hægt sé að halda jafn fjölmenna hátíð og stéttarfélögin gera orðið á hverju ári á hátíðar- og baráttudegi verkafólks. Sjá myndir frá undirbúningnum í dag.