Fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn fóru í heimsókn í dag til starfsmanna sem starfa við Vaðlaheiðargöng. Þrátt fyrir að verkið hafi fram að þessu ekki gengið alveg eftir áætlun voru menn ánægðir með framtak stéttarfélaganna að færa starfsmönnum tertu í tilefni af baráttudegi verkafólks, 1. maí. Á morgun stendur svo til að færa starfsmönnum á Þeistareykjum og á Bakka á Húsavík tertur frá Heimabakaríi. Sjá myndir:
Þetta er mögnuð terta hjá ykkur.
Þessir menn eru ekki skoðana lausir.
Svona, svona ekki mynda meðan ég er að borða.
Formaður Framsýnar og Anna Guðrún Árnadóttir skrifstofustjóri Ósafls tóku stöðuna fyrir framan mötuneytið á staðnum.
Það er ekkert að því að fá ykkur í heimsókn meðan þið takið með ykkur tertu.
Það var notalegt að koma í heimsókn til starfsmanna í dag en tugir starfsmanna eru við störf i göngunum um þessar mundir.
Bless, bless. Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar kom með í heimsóknina en hún starfar sem skólaliði í Stórutjarnaskóla. Hér er hún að kveðja nemendur í dag fyrir heimsóknina til starfsmanna í Vaðlaheiðargöngum.